Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 05. júní 2021 21:29
Victor Pálsson
Minniháttar aðgerð De Bruyne gekk vel
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne, leikmaður Belgíu, mun hitta liðsfélaga sína á mánudag eftir minniháttar aðgerð sem fór fram í dag.

De Bruyne var að glíma við augnmeiðsli eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var um tíma óvíst hvort hann myndi ná EM í sumar.

Miðjumaðurinn þurfti þó að gangast undir smávægilega aðgerð á auga sem tók aðeins 20 mínútur.

Eftir aðgerðina er De Bruyne klár í að spila með Belgum á EM en mótið hefst þann 11. júní.

De Bruyne meiddist í leik Manchester City og Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar en hann spilaði aðeins hálftíma í fyrri hálfleik.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, segir útlitið vera gott og að De Bruyne sé í toppstandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner