Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 05. júní 2021 17:45
Brynjar Óli Ágústsson
Nonni: Fullt hús stiga er ekki sjálfgefið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Fram og Vestra fór fram í dag. Framarar unnu yfirburðar 4-0 sigur á Vestramönnum. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var mjög sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  0 Vestri

„Er bara mjög ánægður, við mættum til leiks og höfðum fulla stjórn á honum allan tímann fannst mér. Sanngjarn 4-0 sigur.'' segir Jón Þórir eftir sigur á móti Vestra.

''Leikplanið var bara að vinna leikinn. Það voru ákveðin 'moment' í leiknum sem við vissum að við gátum nýtt okkur og mér fannst við hafa gert það ágætlega. Við náðum að komast mikið upp á bakvið bakverðina og hefðum geta skorað fleiri mörk. En heilt yfir bara keyra svoldið á þá á heimavelli, hátt tempo og klára leikinn.''

Nonni var spurður um hvað honum fannst um að vera á toppnum eftir 5 leiki.

„Það er bara frábært og eitthvað sem við ætlum okkur. Þetta er búið að gang vonum framar og vera með fullt hús stiga er ekki sjálfgefið en ég held að við eigum það skilið að hafa unnið þessa leiki útaf við höfum bara lagt það í þá sem til hefur þurft og verið betra liðið í þeim öllum.''

Nonni var svo spurður um hvort liðið væri tilbúið fyrir næsta leik á móti Selfossi.

„Selfoss er mjög flott lið og hafa sýnt það í sínum leikjum að þeir gefast ekki upp eins og jafnteflið á móti Gróttu. Þannig við þurfum að vera tilbúnir í þann leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr honum.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner