„Bara geggjað! Spiluðum ágætlega, mér fannst við eiga erfitt með að finna dampinn þangað til að þeir missa manninn útaf. Förum við að halda boltanum betur og þá gerast hlutirnir,'' sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson leikmaður Þórs eftir 3-0 sigur á Fram í Inkasso deild karla. Jónas spilaði mjög vel í kvöld og var afar líflegur í sóknarleik Þórs.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Fram
„Já, vitleysisgangurinn í okkur ýtti kannski svolítið undir vitleysisganginn í þeim. Það var svona pínu vitleysa í gangi þarna, svona 10 mínútum eftir rauða spjaldið og svo róast þetta í seinni hálfleik, þegar að við tökum fund í hálfleik,'' sagði Jónas þegar hann er spurður útí atganginn eftir rauða spjaldið, en mönnum var ansi heitt í hamsi.
Hann hélt svo áfram: „Við ræðum það bara að þetta fer ekki í taugarnar á okkur, á okkar heimavelli. Það erum við sem stjórnum tempóinu hérna og það er enginn að fara að breyta því.''
Aðspurður um framhaldið segir Jónas: „Það er bara næsti leikur, Magni næst. Það er bara þannig að þegar maður ætlar að taka þátt í þessari toppbaráttu, að þá tekur maður einn leik í einu. Maður tekur þrjú stig í einu og stundum ekki neitt eins og í síðasta leik, en við ætlum ekki að láta það koma fyrir aftur. Ég held að framhaldið sé bara bjart og það er létt yfir í Þorpinu!''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir