Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfons á toppnum í Noregi - Jón Dagur lék í sigri á FCK
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í Bodö/Glimt eru á toppi norsku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur gegn Brann á heimavelli í dag.

Alfons spilaði allan leikinn - og hefur hann spilað alla sex deildarleikina til þessa - þegar Bodö/Glimt valtaði yfir Brann, 5-0. Bodö/Glimt skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og var leikurinn búinn þegar flautað var til hálfleiks.

Bodö/Glimt er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Frábær byrjun hjá Íslendingaliðinu.

Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson voru í byrjunarliði Sandefjord sem tapaði 0-3 gegn Sarpsborg á heimavelli. Báðir voru þeir teknir af velli í síðari hálfleik. Sandefjord er í 13. sæti með fjögur stig eftir sex leiki.

Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður eftir rúman klukkutíma þegar Mjøndalen 2-1 gegn Molde á útivelli. Mjøndalen er í sjöunda sæti með átta stig. Þá kom Ari Leifsson ekki við sögu þegar Strømsgodset gerði jafntefli á heimavelli gegn Kristiansund.

Danmörk:
Þá til Danmerkur þar sem Mikael Neville Anderson er að verða meistari með Midtjylland. Midtjylland er komið einu skrefi nær titlinum eftir úrslit kvöldsins þar sem FC Kaupmannahöfn tapaði fyrir AGF í Árósum.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði 65 mínútur fyrir AGF í 1-0 sigri. Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FCK og spilaði allan leikinn í vörn liðsins. AGF er í þriðja sæti og FCK í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Midtjylland þegar fimm umferðir eru eftir.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby í 2-0 tapi gegn AaB á útivelli. Bröndby situr í fjórða sætinu.

Svíþjóð:
Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 65. mínútu er Hammarby tapaði 3-0 gegn Häcken. Óskar Þór Sverrisson var ekki í leikmannahópi Häcken, en Alexander Söderlund, fyrrum sóknarmaður FH, skoraði fyrir Häcken í leiknum.

Aron gæti verið að fá skemmtilegan liðsfélaga því Zlatan Ibrahimovic er sterklega orðaður við félagið.

Sjá einnig:
Mikael með níu fingur á titlinum - Arnór Ingvi spilaði í tapi

Böðvar og Jón Guðni spiluðu ekki
Böðvar Böðvarsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Jagiellonia Białystok sem gerði 2-2 jafntefli við Pogon Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni. Jagiellonia er í sjöunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.

Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Krasnodar sem tapaði 2-4 fyrir Zenit í rússnesku úrvalsdeildinni. Krasnodar er í þriðja sæti á meðan Zenit er með gott forskot á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner