Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 14:26
Brynjar Ingi Erluson
Mikael með níu fingur á titlinum - Arnór Ingvi spilaði í tapi
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska landsliðinu
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er afar fátt sem kemur í veg fyrir að danska félagið Midtjylland verði meistari á næstu dögum en liðið er með fjórtán stiga forystu á toppnum eftir 1-0 sigur á Nordsjælland.

Mikael Neville Anderson var á sínum stað í byrjunarliði Midtjylland en hann hefur átt stórkostlegt tímabil með liðinu.

Hann spilaði allan leikinn í sigrinum í dag og er liðið nú með fjórtán stiga forystu á Ragnar Sigurðsson og félaga í FCK.

FCK fær verðugt verkefni gegn AGF síðar í dag en Jón Dagur Þorsteinsson spilar með AGF. Á fimmtudag getur svo Midtjylland tryggt sér titilinn er liðið spilar við FCK.

Arnór Ingvi Traustason byrjaði á tréverkinu er Malmö tapaði fyrir Elfsborg, 1-0. Hann kom inná sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks en þetta var fyrsti tapleikur Malmö í deildinni á þessu tímabili.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópnum hjá AIK sem gerði 1-1 jafntefli við Falkenbergs FF.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner