Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 03. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Zlatan færist nær Hammarby
Ítalskir fjölmiðlar segja líklegt að Zlatan Ibrahimovic yfirgefi herbúðir AC Milan eftir tímabilið á Ítalíu.

Hinn 38 ára gamli Zlatan þykir líklegur til að semja við Hammarby í heimalandi sínu Svíþjóð í ágúst.

Zlatan á hlut í Hammarby og æfði með liðinu meðan kórónaveiru faraldurinn var í hámarki á Ítalíu.

Á meðal leikmanna Hammarby er sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson.

Zlatan kom til AC Milan frá La Galaxy í janúar og hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum síðan þá.
Athugasemdir