Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júlí 2020 14:36
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Aston Villa - Origi og Reina byrja
Divock Origi er fremstur í liði Liverpool
Divock Origi er fremstur í liði Liverpool
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Liverpool mæta Aston Villa í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 en leikurinn fer fram á Anfield.

Jürgen Klopp gerir þrjár breytingar á liði Liverpool. Divock Origi kemur inn fyrir Roberto Firmino og þá koma þeir Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain inn fyrir Jordan Henderson og Gini Wijnaldum.

Liverpool fékk skell í síðustu umferð gegn Manchester City en það verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn koma stemmdir inn í leikinn gegn baráttuglöðu liði Aston Villa.

Aston Villa gerir fimm breytingar á sínu liði. Pepe Reina kemur aftur í markið fyirr Oerjan Nyland.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Keita, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Origi

Byrjunarlið Aston Villa: Reina; Konsa, Hause, Mings, Taylor; McGinn, Douglas Luiz; El Ghazi, Trezeguet, Grealish; Davis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner