Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 09:50
Brynjar Ingi Erluson
Saint-Maximin til PSG - Arsenal gerir allt til að fá Partey
Powerade
Allan Saint-Maximin gæti farið til Frakklands
Allan Saint-Maximin gæti farið til Frakklands
Mynd: Getty Images
Thomas Partey er eftirsóttur
Thomas Partey er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Það er komið að því helsta í slúðrinu á þessum fína sunnudegi en Allan Saint-Maximin, leikmaður Newcastle, er meðal annars orðaður við franska stórliðið Paris Saint-Germain.

Þýska félagið Bayern München hefur ekki efni á að fá Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í sumar en Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri félagsins, staðfesti þetta í gær. Chelsea situr því í bílstjórasætinu. (Sun)

Inter Milan er í viðræðum við Chelsea um kaup á Emerson Palmieri (25). (Observer)

Real Madrid vill selja kólumbíska leikmanninn James Rodriguez frá félaginu í sumar en samningur hans rennur út næsta sumar. Arsenal, Everton, Manchester United og Wolves hafa öll áhuga á að fá hann. (Marca)

Juan Mata, leikmaður Manchester United, vill ganga til liðs við tyrkneska félagið Fenerbahce í sumar. (Sansursuz Futbol)

Arsenal gæti þá selt Matteo Guendouzi, Alexandre Lacazette og Lucas Torreira í sumar til að fjármagna kaup á Thomas Partey, miðjumanni Atlético Madríd. (Sunday Mail)

Leicester ætlar að reyna við Jannik Vestergaard, varnarmann Southampton en félaginu mistókst að fá hann fyrr á árinu. (Goal)

Spænska félagið Valencia hefur áhuga á að fá Yerry Mina, varnarmann Everton og kólumbíska landsliðsins. (Sunday Mail)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, er afar hrifinn af danska miðjumanninum Pierre-Emile Hojbjerg. Leikmaðurinn er á mála hjá Southampton en Ancelotti vildi þó ekki tjá sig um möguleg vistaskipti hans. (Liverpool Echo)

Tottenham hefur einnig áhuga á Hojbjerg. Félagið vill einnig fá Max Aarons frá Norwich. ((Athletic)

Lucas Digne, vinstri bakvörður Everton, fær ekki að fara frá félaginu í sumar. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester City en Ancelotti hefur engan áhuga á að selja hann. (Telegraph)

Franska félagið Paris Saint-Germain hefur þá gríðarlegan áhuga á að fá Allan Saint-Maximin frá Newcastle United en hann hefur heillað með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. (Sunday Mail)

Crystal Palace er að undirbúa 10 milljón punda tilboð í Conor Gallagher, leikmann Chelsea. Gallagher heillaði með Charlton fyrri hluta leiktíðarinnar áður en hann var svo lánaður til Swansea. (Sunday Mail)

West Ham hefur ákveðið að blanda sér í baráttuna um Mohammed Salisu, leikmann Real Valladolid. Everton, Manchester United og Southampton hafa öll áhuga á leikmanninum. (Sunday Mail)

Leeds United ætlar að reyna við Odsonne Edouard, framherja Celtic, ef félaginu tekst að tryggja sæti í ensku úrvalsdeildinni. (Sunday Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner