Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 05. júlí 2022 22:54
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekktur með þessi úrslit." sagði Úlfur Arnar eftir 4-1 tap gegn Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  1 Fjölnir

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þennan leik sko vegna þess að við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur af níutíu. Förum illa með færin okkar, fáum á okkur tvö ofboðslega klaufaleg mörk og í stöðunni 2-1 þá erum við bara að þjarma og þjarma og þjarma að þeim til þess að ná að jafna. Svo negla þeir einu sinni yfir okkur og þessir tveir öskufljótu gaurar þarna frammi refsa fyrir það og þá er leikurinn bara búinn. Ég er bara ólýsanlega svekktur að hafa ekki unnið þennan leik."

Settuð þið kannski of marga fram?

„Nei alls ekki, balance-inn var fínn tilbaka. Bara vitað mál að þetta eru tveir mjög snöggir leikmenn og þeir eru hættulegir á breikinu. Við vorum búnir að díla við það vel allan leikinn, það var ekki búið að vera vesen. En svo ná þeir bara negla einum þarna yfir okkur og þá bara klikkaði þetta."

Hvers vegna áttuði erfitt með að skora fleiri en eitt í dag?

„Við bara nýttum ekki færin okkar og þetta er einhvern veginn sagan okkar í sumar, að við getum tekið hvaða lið sem er og við getum bara bossað þá út á velli. Svo erum við að fá á okkur algjör skíta mörk og við erum ekki að nýta færin okkar. Þegar við erum að komast í stöður til þess að skapa dauðafæri þá kemur einhvern veginn röng ákvörðun eða klikkuð sending. Við erum bara sjálfum okkar verstir. En frammistaðan út á velli í þessum leik í dag, hún er bara í einu orði sagt sturluð. Við erum bara fáránlega miklir klaufar að tapa þessum leik og 4-1 er bara skandall, ég bara trúi þessu ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner