Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 05. júlí 2022 22:54
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekktur með þessi úrslit." sagði Úlfur Arnar eftir 4-1 tap gegn Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  1 Fjölnir

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þennan leik sko vegna þess að við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur af níutíu. Förum illa með færin okkar, fáum á okkur tvö ofboðslega klaufaleg mörk og í stöðunni 2-1 þá erum við bara að þjarma og þjarma og þjarma að þeim til þess að ná að jafna. Svo negla þeir einu sinni yfir okkur og þessir tveir öskufljótu gaurar þarna frammi refsa fyrir það og þá er leikurinn bara búinn. Ég er bara ólýsanlega svekktur að hafa ekki unnið þennan leik."

Settuð þið kannski of marga fram?

„Nei alls ekki, balance-inn var fínn tilbaka. Bara vitað mál að þetta eru tveir mjög snöggir leikmenn og þeir eru hættulegir á breikinu. Við vorum búnir að díla við það vel allan leikinn, það var ekki búið að vera vesen. En svo ná þeir bara negla einum þarna yfir okkur og þá bara klikkaði þetta."

Hvers vegna áttuði erfitt með að skora fleiri en eitt í dag?

„Við bara nýttum ekki færin okkar og þetta er einhvern veginn sagan okkar í sumar, að við getum tekið hvaða lið sem er og við getum bara bossað þá út á velli. Svo erum við að fá á okkur algjör skíta mörk og við erum ekki að nýta færin okkar. Þegar við erum að komast í stöður til þess að skapa dauðafæri þá kemur einhvern veginn röng ákvörðun eða klikkuð sending. Við erum bara sjálfum okkar verstir. En frammistaðan út á velli í þessum leik í dag, hún er bara í einu orði sagt sturluð. Við erum bara fáránlega miklir klaufar að tapa þessum leik og 4-1 er bara skandall, ég bara trúi þessu ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan


Athugasemdir
banner