Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   þri 05. júlí 2022 22:54
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekktur með þessi úrslit." sagði Úlfur Arnar eftir 4-1 tap gegn Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  1 Fjölnir

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þennan leik sko vegna þess að við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur af níutíu. Förum illa með færin okkar, fáum á okkur tvö ofboðslega klaufaleg mörk og í stöðunni 2-1 þá erum við bara að þjarma og þjarma og þjarma að þeim til þess að ná að jafna. Svo negla þeir einu sinni yfir okkur og þessir tveir öskufljótu gaurar þarna frammi refsa fyrir það og þá er leikurinn bara búinn. Ég er bara ólýsanlega svekktur að hafa ekki unnið þennan leik."

Settuð þið kannski of marga fram?

„Nei alls ekki, balance-inn var fínn tilbaka. Bara vitað mál að þetta eru tveir mjög snöggir leikmenn og þeir eru hættulegir á breikinu. Við vorum búnir að díla við það vel allan leikinn, það var ekki búið að vera vesen. En svo ná þeir bara negla einum þarna yfir okkur og þá bara klikkaði þetta."

Hvers vegna áttuði erfitt með að skora fleiri en eitt í dag?

„Við bara nýttum ekki færin okkar og þetta er einhvern veginn sagan okkar í sumar, að við getum tekið hvaða lið sem er og við getum bara bossað þá út á velli. Svo erum við að fá á okkur algjör skíta mörk og við erum ekki að nýta færin okkar. Þegar við erum að komast í stöður til þess að skapa dauðafæri þá kemur einhvern veginn röng ákvörðun eða klikkuð sending. Við erum bara sjálfum okkar verstir. En frammistaðan út á velli í þessum leik í dag, hún er bara í einu orði sagt sturluð. Við erum bara fáránlega miklir klaufar að tapa þessum leik og 4-1 er bara skandall, ég bara trúi þessu ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner