Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 05. ágúst 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni Vill: Við sýnum fáránlegan karakter
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, mætti í viðtal hjá Stöð 2 Sport eftir 3-2 tap gegn Aberdeen í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik byrjaði illa en spilaði vel eftir það. Liðið sýndi mikinn karakter í því að jafna 2-2, en Aberdeen skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.

„Við byrjum frekar illa, eða hægt. Þeir komast í 2-0 frekar snemma, það var ágætis vakning. Við sýnum fáránlegan karakter og jöfnum þetta. Þeir skora síðan mark í seinni hálfleik. Svo er þetta í járnum finnst mér; hvorugt liðið var að skapa sér mikið af hættulegum færum í seinni og þetta var miðjuhnoð," sagði Árni við Stöð 2 Sport.

„Þetta er fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur er í næstu viku. Það verður allt sett í sölurnar í næstu viku."

„Við eigum fullt af möguleikum og mikið inni. Við verðum 100 prósent tilbúnir þegar við komum út í næstu viku," sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner
banner