Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 05. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ricardo Rodriguez á leið til Real Betis
Mynd: Getty Images

Svissneski vinstri bakvörðurinn Ricardo Rodriguez er á leið til Real Betis á frjálsri sölu.


Þessi 31 árs gamli leikmaður semur við Betis eftir að hafa yfirgefið Torino þegar samningurinn hans rann út í sumar.

Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og skrifa undir tveggja ára samning.

Rodriguez er uppalinn hjá Zurich en gekk til liðs við Wolfsburg árið 2011 og lék 184 leiki fyrir liðið áður en hann gekk til liðs við AC Milan árið 2017. Þá lék hann eitt tímabil á láni hjá PSV.

Hann gekk til liðs við Torino árið 2020 og spilaði tæplega 130 leiki og skoraði eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner