Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 05. ágúst 2024 12:00
Sölvi Haraldsson
Stefnir á titilinn með Man City - ‚Ég get ennþá spilað fótbolta‘
Hollenski markahrókurinn.
Hollenski markahrókurinn.
Mynd: Arsenal

Vivianne Miedema gekk til liðs við Manchester City frá Arsenal á dögunum en hún stefnir hátt með Manchester liðinu.


Miedema hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði og tímabil. Hún hefur byrjað átta deildarleiki seinustu tvö tímabil útaf meiðslunum.

Stórlið í Evrópu höfðu áhuga á hollendingnum en hún var staðráðin í því að halda áfram að spila í Englandi. Hún kom til Man City á frjálsri sölu frá Arsenal.

Talið er að hún vilji halda áfram að spila á Englandi því hún vill vera markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Englandi.

Seinustu tvö tímabil hafa verið erfið fyrir mig en það hjálpaði mér að spila fyrir landsliðið mitt í sumar. Vonandi get ég hjálpað liðinu með reynslunni sem ég bý yfir. Ég get ennþá spilað fótbolta en vonandi get ég hjálpað stelpunum að vinna deildina í vetur. Ég stefni að sjálfsögðu á titilinn.‘ sagði Miedema sem var kynnt í Manchester sem nýr leikmaður ásamt Savinho, nýjasta leikmanni karlaliðsins.

Opnunarleikur City á næsta tímabili er gegn Arsenal 22. september í London.


Athugasemdir
banner
banner