Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 05. ágúst 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zirkzee er mjög þakklátur Kompany
Mynd: Man Utd

Joshua Zirkzee, leikmaður Manchester United, er mjög þakklátur Vincent Kompany stjóra Bayern og fyrrum leikmanni Manchester City.


Þessi 23 ára gamli framherji var á láni hjá Anderlecht frá Bayern tímabilið 2021/22 en þar spilaði hann undir stjórn Kompany. Hann skoraði 18 mörk í 47 leikjum.

„Kompany útskýrði allt um leikinn í algjörum smáatriðum. Árið undir hans stjórn var mjög mikilvægt fyrir þróunina mína, hann sá líka til þess að ég spilaði alltaf," sagði Zirkzee.

„Undir handleiðslu Kompany tók ég risa skref áfram. Hlutirnir voru að ganga hjá mér, ég var ekki sá leikmaður hjá Bayern. Það var of mikið fyrir mig."

„Ég hefði átt að hafa meiri trú á mére. Á þeim tíma fannst mér ég vera fínn en nú er ég með annað hugarfar. Ég kann ekki að útskýra það öðruvísi, ég var ekki nálægt því sami leikmaður þá og ég er í dag," sagði Zirkzee að lokum.

Hann náði sér aldrei á strik hjá Bayern en hann var seldur til Bologna árið 2022 sem seldi hann síðan til United í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner