Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. september 2020 17:53
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Guðlaugur Victor bestur
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni við Raheem Sterling.  Guðlaugur Victor var frábær á miðjunni í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttunni við Raheem Sterling. Guðlaugur Victor var frábær á miðjunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson með boltann.
Jón Dagur Þorsteinsson með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var með Harry Kane í góðri gæslu.
Kári Árnason var með Harry Kane í góðri gæslu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England lagði Ísland 1-0 í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í dag. Raheem Sterling skoraði eina markið úr vítaspyrnu seint í leiknum. Skömmu síðar fékk Ísland vítaspyrnu en Birkir Bjarnason skaut yfir.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn.



Hannes Þór Halldórsson 7
Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og lét vel í sér heyra. Hefur oft þurft að verja meira en í dag.

Hjörtur Hermannsson 8
Mjög traust frammistaða. Ensku stjörnurnar komust lítið áleiðis gegn honum.

Kári Árnason 9
Var með Harry Kane í vasanum allan leikinn í öllum návígum. Frábær frammistaða,

Sverrir Ingi Ingason 7
Besta frammistaða Sverris í bláu treyjunni fram að rauða spjaldinu og vítinu. Dettur niður um einn í einkunn við það.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Fín frammistaða. Öflugur í varnarleiknum og ógnaði með löngum innköstum.

Arnór Ingvi Traustason 7 (76)
Mjög duglegur í varnarvinnunni. Varð þreyttur þegar leið á og fékk skiptingu þegar stundarfjórðungur var eftir.

Birkir Bjarnason 6
Traustur á miðjusvæðinu en klikkaði á vítapunktinum á ögurstundu.

Guðlaugur Victor Pálsson 9 - Maður leiksins
Besti landsleikur Gulla. Fékk að spila í sinni stöðu á miðjunni og greip tækifærið svo sannarlega. Vann fjölda bolta á miðsvæðinu, meðal annars þegar Walker fékk rauða spjaldið.

Jón Dagur Þorsteinsson 7 (66)
Var í fyrsta skipti í byrjunarliði á Laugardalsvelli. Gaf sig allan í verkefnið og átti fína spretti.

Jón Daði Böðvarsson 6 (90)
Var í erfiðri baráttu frammi gegn Gomez og Dier. Barðist eins og ljón en komst lítið áleiðis.

Albert Guðmundsson 6
Kom inn í liðið á síðustu stundu. Vann boltann laglega í fyrri hálfleik og fékk aukapspyrnu á hættulegum stað.

Varamenn

Arnór Sigurðsson 6 (66)
Kom inn á kantinn og spilaði kaflann sem Ísland var manni fleiri. Duglegur varnarlega en náði lítið að sýna fram á við.

Emil Hallfreðsson (76)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Hólmbert Friðjónsson (90)
Spilaði of stutt til að fá einkunn. Fiskaði víti.
Athugasemdir
banner
banner