lau 05. september 2020 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben skaut á Albert: Hefur þetta frá mömmu sinni
Icelandair
Albert kom inn í byrjunarliðið eftir upphitun.
Albert kom inn í byrjunarliðið eftir upphitun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson lýsti leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fyrir Stöð 2 Sport.

Sonur hans Albert Guðmundsson kom inn í byrjunarliðið eftir upphitun. Kolbeinn Sigþórsson gat ekki spilað leikinn.

Albert spilaði allan leikinn fyrir Ísland og átti fína frammistöðu.

Það vakti athygli í fyrri hálfleiknum þegar Albert féll til jarðar en ekkert var dæmt. Þá sagði Gummi í útsendingunni: „Albert bjóst við snertingu frá Trippier en fékk ekki, hann hefur fengið þetta frá mömmu sinni," sagði Gummi.

Albert er af miklum fótboltaættum. Gummi var frábær fótboltamaður og það var móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir, einnig. Ingi Björn Albertsson er afi hans og alnafni hans, Albert Guðmundsson - langafi hans, var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner
banner