Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 05. september 2020 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu rauða spjaldið: Walker fékk seinna gula fyrir klaufalegt brot
Icelandair
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið leikur einum manni fleira þessa stundina gegn Englandi í leik liðanna í Þjóðadeildinni.

Uppfært 17:43: Sverrir Ingi Ingason fékk að líta rauða spjaldið hjá Íslandi og því eru liðin með jafnmarga leikmenn inn á vellinum.

Kyle Walker fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt spjald - fékk reisupassann. Fyrra spjaldið fékk hann í fyrri hálfleik og það seinna fyrir brot á Arnóri Ingva Traustasyni á 70. mínútu.

Staðan í leiknum er 0-0 þegar þetta er skrifað og fimm mínútur eftir.

„ANNAÐ GULA OG ÞAR MEÐ RAUTT! AFAR KJÁNALEGT AF WALKER! Hendir sér í tæklingu á miðjum velli og fær að líta sitt annað gula spjald," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Atvikið má sjá hér að neðan. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem leikmaður Englands fær síðan Steven Gerrard fékk að líta slíkt árið 2012.


Athugasemdir
banner