Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 05. september 2020 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu rauða spjaldið: Walker fékk seinna gula fyrir klaufalegt brot
Icelandair
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið leikur einum manni fleira þessa stundina gegn Englandi í leik liðanna í Þjóðadeildinni.

Uppfært 17:43: Sverrir Ingi Ingason fékk að líta rauða spjaldið hjá Íslandi og því eru liðin með jafnmarga leikmenn inn á vellinum.

Kyle Walker fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt spjald - fékk reisupassann. Fyrra spjaldið fékk hann í fyrri hálfleik og það seinna fyrir brot á Arnóri Ingva Traustasyni á 70. mínútu.

Staðan í leiknum er 0-0 þegar þetta er skrifað og fimm mínútur eftir.

„ANNAÐ GULA OG ÞAR MEÐ RAUTT! AFAR KJÁNALEGT AF WALKER! Hendir sér í tæklingu á miðjum velli og fær að líta sitt annað gula spjald," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Atvikið má sjá hér að neðan. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem leikmaður Englands fær síðan Steven Gerrard fékk að líta slíkt árið 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner