mán 05. september 2022 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Hérna spilar Ísland á morgun - Stórglæsilegur leikvangur
Icelandair
Stadion Galgenwaard.
Stadion Galgenwaard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun spilar Ísland hreinan úrslitaleik við Holland um sæti beint á heimsmeistaramótið.

Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.

Leikurinn fer fram á Stadion Galgenwaard í Utrecht. Fjölmiðlafólk frá Íslandi er mætt á leikvanginn og má með sanni segja að hann sé stórglæsilegur.

Hann er með pláss fyrir 23,750 áhorfendur, en hér spilar úrvalsdeildarfélag Utrecht heimaleiki sína. Hann var byggður 1936 en svo endurbyggður fyrir 18 árum síðan.

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri og ljósmyndari Fótbolta.net, tók nokkrar myndir af leikvanginum núna áðan og fylgja þær með þessari frétt. Einnig má sjá myndband sem var tekið hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Um 150 Íslendingar innan um appelsínugult haf


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner