Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. september 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool vildi Zakaria en þurfti að sætta sig við Arthur
Arthur var ekki efstur á blaði hjá Liverpool
Arthur var ekki efstur á blaði hjá Liverpool
Mynd: Liverpool
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool vildi fá svissneska miðjumanninn Denis Zakaria frá Juventus undir lok gluggans en þurfti að sætta sig við að fá Arthur. Þetta kemur fram í Calciomercato.

Það var fyrirsjáanlegt í sumar að Liverpool þyrfti að bæta miðjumanni við hópinn fyrir tímabilið.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkenni það svo seint í ágúst að þetta hafi verið rétt metið og var því reynt að fá miðjumann undir lok gluggans.

Liverpool fékk brasilíska miðjumanninn Arthur á láni frá Juventus og á félagið möguleika á að kaupa hann fyrir rúmar 30 milljónir punda á lánstímanum.

Samkvæmt Calciomercato var Arthur ekki efstur á listanum, heldur var það liðsfélagi hans hjá Juventus, Denis Zakaria, sem endaði á að fara til Chelsea á láni.

Liverpool hafði samband við Juventus og óskaði eftir því að fá Zakaria. Félagið komst hins vegar ekki að samkomulagi við leikmanninn né ítalska félagið og varð því ekkert úr því.

Arthur kom inn í staðinn en leikstíll hans svipar til Thiago, sem er þessa stundina frá vegna meiðsla.

Brasilíumaðurinn var á bekknum gegn Everton um helgina en kom ekki við sögu.
Athugasemdir
banner
banner