Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. september 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville líkti Haaland við illmennið Jaws - „Dálítið ósanngjarnt"
Haaland er 22 ára Norðmaður sem kom frá Dortmund í sumar.
Haaland er 22 ára Norðmaður sem kom frá Dortmund í sumar.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gary Neville, sérfræðingur hjá Sky Sports, hrósaði Erling Haaland mikið í hlaðvarpi sínu í gær. Haaland hefur farið frábærlega á stað hjá Manchester City og finnst Neville ósanngjarnt hversu góður Haaland er.

Mörkin eru tíu í sex leikjum en Haaland skoraði eina mark City gegn Aston Villa á sunnudag. Neville líkti honum við illmennið Jaws í James Bond.

„Erling Haaland er... þetta lítur bara dálítið ósanngjarnt út. Ég man þegar ég horfði á James Bond myndirnar þegar ég var yngri og þar var þessi persóna Jaws sem var risastór," sagði Neville. Sjá má það besta frá Jaws í spilaranum neðst í fréttinni.

„Hann gat einfaldlega tekið fólk upp og hent því í jörðina, og það er svipað að horfa á Haaland á mótir sterkum miðvörðum. Þú hugsar að hann sé óstöðvandi. Hvernig á að eiga við hann í vítateignum?"

„Leikstíll City mun lengja feril Haaland því hann þarf bara að standa þarna. City hedlur boltanum og hann þarf lítið að teygja á vörn andstæðinganna, nema þegar þeir komast yfir gegn City."

„Ég verð að segja að hann hefur heillað mig svakalega mikið. Þetta er í fyrsta sinn sem lið í ensku úrvalsdeildinni hefur keypt einn af bestu ungu leikmönnum heims. Venjulega fara þessir menn til PSG, Real Madrid eða Barcelona. Cristiano Ronaldo varð bestur í heimi þegar hann spilaði hérna og kannski Thierry Henry. En þeir voru það ekki þegar þeir komu hingað heldur urðu það."

„En þessi leikmaður, þú hugsar að hann eigi eftir að vinna Gullboltann og vera bestur í heimi. Það er spennandi og hefur ekki gerst í úrvalsdeildinni í nokkurn tíma,"
sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner