PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 05. september 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rico Lewis: Datt aldrei í hug að yfirgefa Man City
Mynd: EPA

Bakvörðurinn Rico Lewis hefur spilað með aðalliði Man City undanfarin tvö tímabil. Hann hefur spilað allar mínúturnar í öllum leikjum deildarinnar á þessu tímabili.


Hann lék samtals 30 leiki í úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil en honum datt ekki í hug að fara á lán í sumar til að næla sér í meiri reynslu inn á vellinum.

„Mér datt aldrei í hug að fara eitthvað annað. Ég var að æfa með bestu leikmönnum í heimi og besta stjóra í heimi á hverjum degi. Það er ómögulegt að læra ekkert á því," sagði Lewis.

Lewis er aðeins 19 ára gamall en hann er í enska landsliðshópnum sem mætir Írlandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni á næstu dögum. Hann á einn A-landsleik að baki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner