banner
   lau 05. október 2019 09:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maddison inn fyrir Eriksen og Griezmann út fyrir Neymar?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag. Hér að neðan kemur slúðurpakki dagsins en BBC tók saman helsta slúðrið.



Barcelona gæti skipt á Antoine Griezmann (28) og Neymar (27) næsta sumar. (Le10Sport)

Tottenham er með augastað á James Maddison (22) leikmanni Leicester. Spurs ætlar að fá hann til að taka við af Christian Eriksen (27) en samningur Danans rennur út næsta sumar. (Mirror)

Chelsea vonast til þess að Fikayo Tomori (21) og Tammy Abraham (22) skrifi undir samninga við félagið á næstu vikum. Báðir eru þeir í enska landsliðshópnum sem tilkynntur var á dögunum. (Standard)

Chelsea vill líka semja við Willian (31) en samningur hans rennur út næsta sumar. (Express)

Manchester City er sagt hafa engan áhuga á að fá Martin Ödegaard til liðs við félagið. Ödegaard (20) er á láni hjá Real Sociedad frá Real Madrid. (Manchester Evening News)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Kyle Walker (29) gæti misst stöðu sína í liðinu til Joao Cancelo (25) ef Cancelo heldur áfram að heilla. (Times)

Ajax hefur fjarlægt klásúluna í samningi sínum við Hakim Ziyech (26). Klásúlan leyfði Ziyech að yfirgefa félagið ef 26 m/p tilboð bærist í leikmanninn. Arsenal, City, United og Real Madrid eru öll áhugasöm á að fá leikmanninn til liðs við sig. (AS)

Marco Silva, stjóri Everton, segir tímaspursmál hvenær Anthony Gordon (18) framherji U-19 ára landsliðs Englendinga spili sinn fyrsta leik fyrir Everton. (Liverpool Echo)

Manchester United fylgist með Jose Juan Macias (20) framherja Club Leon. Leikmaðurinn hefur verið kallaður hinn næsti Chicharito. (Marca)

West Ham hefur áhuga á Daniel Camacho (20) miðjumanni Club Aurora. (Diez)

Real Madrid íhugaði að fá Antonio Conte til sín á síðustu leiktíð en Sergio Ramos, fyrirliði félagsins, mælti gegn því. (Fichajes.net)

Manchster United er að skoða Aleksandr Sobolev (22) framherja Krylia Sovetov Samara. (Mirror)

Orlegi Sports, sem leitt er af miljarðamæringnum Alejandro Irarragorri, komst nálægt því að kaupa Newcastle í sumar en hættu við og keyptu Atlas í Mexíkó í staðinn. (Chronicle)

Peter Kenyon, fyrrum stjórnamður hjá bæði Manchester United og Chelsea, er sagður vera nálægt því að bjóða 300 m/p í Newcastle. (Sun)

Vincent Kompany, stjóri Anderlecht, ætlar að fá Ashley Williams til liðs við sig en samningur Williams (35) rennur út hjá Bristol City í janúar. (Sun)

Sol Campbell og Henrik Larsson hafa komið í starfsviðtal fyrir stjórastöðuna hjá Southend. (Sky Sports)

Mario Mandzukic (33) er einn af þremur leikmönnum sem Juventus ætlar að losa sig við í janúar. (Calciomercato)

Skjali, sem segir til hversu mikið Real Madrid sektar leikmenn sem brjóta hverskonar reglur sem félagið setur, hefur verið lekið. Reglurnar tengjast seinkomum og símanotkun. (Marca)

Graeme Le Saux, fyrrum leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, er sagður í sambandi við tenniskappann Andy Murray sem vill komast með íþróttaumboðsskrifstofu sína inn í knatsspyrnuheiminn. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner