Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 05. október 2019 19:52
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Matthías lagði upp í jafntefli - Ögmundur hélt hreinu
Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Valerenga í 1-1 jafntefli.
Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Valerenga í 1-1 jafntefli.
Mynd: Valerenga
Ögmundur hélt markinu hreinu í Grikklandi.
Ögmundur hélt markinu hreinu í Grikklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar léku víða um Evrópu í dag, hér að neðan má lesa nánar um það.

Svíþjóð.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í liði Norrköping sem lék gegn Sundsvall, mikið var skoraði í leiknum sem lauk með 4-4 jafntefli. Norrköping er með 50 stig í 5. sæti.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK sem sigraði Örebro 2-0. Kolbeinn lék í 89. mínútur. AIK er í 3. sæti með 56 stig, þremur stigum frá toppsætinu.

Daníel Hafsteinsson sat allan tíman á varamannabekk Helsingborg sem tapaði 2-1 gegn Sirius. Helsingborg er í 10. sæti með 27 stig

Belgía.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Oostende í 3-1 tapi gegn Waasland-Beveren. Ari og félagar eru í 12. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.

Grikkland.
Ögmundur Kristinsson hélt markinu hreinu hjá Larissa í leik gegn AEK Aþenu, leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögmundur og félagar eru í 7. sæti með 8 stig.

Noregur.
Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Valerenga í 1-1 jafntefli við Odd, mjög svekkjandi jafntefli þar sem Odd jafnaði í uppbótartíma. Valerenga er í 8. sæti með 29 stig.

Ítalía.
Sveinn Aron Gudjohnsen kom ekkert við sögu í 0-1 tapi Spezia gegn Benevento. Spezia er með aðeins 4 stig eftir 7 leiki.

Frakkland.
Rúnar Alex er þessa stundina varamarkvörður Dijon, þeir höfðu betur gegn Strasbourg í kvöld, 1-0. Dijon er með 8 stig í 18. sæti.

Þýskaland
Rúrik Gíslason kom ekkert við sögu hjá Sandhausen í dag í 2-2 jafntefli gegn Erzgebirge Aue.
Athugasemdir
banner
banner