Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2020 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham að fá Andersen og Loftus-Cheek
Andersen hefur aðeins spilað einn A-landsleik fyrir Danmörku. Hann er 24 ára gamall og var lykilmaður í U19 og U21 landsliði Dana.
Andersen hefur aðeins spilað einn A-landsleik fyrir Danmörku. Hann er 24 ára gamall og var lykilmaður í U19 og U21 landsliði Dana.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Fulham eru við það að styrkja leikmannahópinn sinn með tveimur lánsmönnum en þeir eru enn án stiga eftir fjórar umferðir í úrvalsdeildinni.

Félagið ætlaði að krækja í Jean-Clair Todibo frá Barcelona en varnarmaðurinn var ekki sannfærður og virðist vera á leið til Benfica. Danski miðvörðurinn Joachim Andersen kemur í staðinn á lánssamningi frá Lyon með kaupmöguleika.

Andersen var keyptur frá Sampdoria í fyrra en þótti ekki standa sig nógu vel í sterku liði Lyon. Í fyrra var hann ofarlega á blaði hjá Arsenal sem tímdi þó ekki að borga 30 milljónir evra.

Þá er Fulham að tryggja sér Ruben Loftus-Cheek út tímabilið. Þessi duglegi miðjumaður á í heildina 82 leiki að baki fyrir Chelsea og 10 fyrir enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner