Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. október 2020 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Roma kom Smalling yfir línuna eina mínútu í (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AS Roma er búið að staðfesta félagaskipti Chris Smalling frá Manchester United. Roma er talið greiða um 20 milljónir evra fyrir félagaskiptin, 15 strax og 5 í árangurstengdar aukagreiðslur.

Smalling var frábær í hjarta varnarinnar hjá Roma á síðustu leiktíð og var meðal bestu varnarmanna Serie A. Liðinu sárvantaði annan miðvörð fyrir krefjandi tímabil í deildinni og Evrópu.

Á tímabili litu skiptin ekki út fyrir að ætla að ganga í gegn þar sem félögin komust ekki að samkomulagi um kaupverð. Roma gaf sig á endanum og samþykkti kröfur Rauðu djöflanna.

Samkomulagið náðist svo seint að Rómverjar rétt náðu að senda pappírana til að staðfesta skiptin fyrir lok félagaskiptagluggans. Klukkuna vantaði eina mínútu í lokun þegar pappírarnir bárust.

Smalling, sem verður 31 árs í nóvember, hefur spilað yfir 300 leiki fyrir Man Utd og á 31 landsleik að baki fyrir England.


Athugasemdir
banner
banner