Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 05. október 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Sigurvin Ólafs: Eins og að fara nokkra tugi aftur í tímann
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar eru í erfiðum málum
FH-ingar eru í erfiðum málum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sigurvin Ólafsson, annar af þjálfurum FH, var vitaskuld svekktur með 2-1 tapið gegn ÍBV í Bestu deildinni í dag, en annars ekkert alltof ósáttur við frammistöðuna á Hásteinsvelli.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Það þarf alltaf að gera ráð fyrir erfiðum aðstæðum þegar spilað er í Eyjum og var það raunin í dag.

FH-ingar byrjuðu með vindinn á móti sér og gátu Eyjamenn nýtt sér það þegar Telmo Castanheira skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Ólafur Guðmundsson jafnaði metin 25 mínútum síðar fyrir FH, en Eiður Aron Sigurbjörnsson sá til þess að tryggja Eyjamönnum öll stigin.

FH-ingar eru áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 19 stig þegar fjórir leikir eru eftir.

„Svekktur með niðurstöðuna og úrslitin. Þessi leikur hefði getað farið á alla vegu en við vorum ekki nógu góðir þannig við endum með núll stig."

„Auðvitað meiri í fyrri hálfleik þegar það lægði en auðvitað blíða núna. Það hafði svolítil áhrif í fyrri hálfleik en það eru alveg kostir að spila á móti þeim vindi. Hægt að senda hann inn fyrir og fýkur ekki útaf af vellinum. Við spilum allt í lagi í fyrri og seinni hálfleik en við vissum fyrir hvernig þessi leikur yrði. Hvar dettur boltinn og hver er fyrstur á hann og hver getur hnoðað honum yfir línuna og þar voru Eyjamenn betri en við í dag."

„Fyrstu tuttugu eru bara vindurinn og pressa. Einvígi út um allan völl og þá þeir með vind í bakið. Það lá aðeins á okkur en þeir voru ekkert að gera neitt. Hann skorar skeytin inn af 30 metrum og það er voða erfitt að stoppa það en að öðru leyti eru þeir ekkert að herja á okkur."

„Þetta er eins og fara nokkur tugi aftur í tímann að sjá svona fótboltaleik þar sem þetta er bara upp í loft og berjast. Það er bara eðlilegt og ákveðin tegund af knattspyrnu sem Eyjamenn eru góðir í. Við ætluðum að matcha, gerðum það ágætlega, en ekki nógu vel,"
sagði Sigurvin við Fótbolta.net.

FH á fjóra leiki eftir og næst er það erfiður leikur við Leikni, en Leiknismenn eru einmitt stigi fyrir ofan FH og í öruggu sæti.

„Við vissum fyrirfram hvað var framundan. Í raun og veru allar líkur á að það yrði fimm úrslitaleikir. Draumurinn var að ná 'runni' og eiga ekki algjöra úrslitaleiki í lokin en eins og þetta þróast núna erum við að fara inn í 'mini-final' á móti Leikni á sunnudaginn, en sama hvernig sá leikur fer er þetta ekki búið ennþá. Ef við hefðum unnið í dag hefði það ekki breytt því að það eru eintómir mikilvægir leikir eftir," sagði hann ennfremur, en hann ræðir meiðsli, standið á mönnum eftir bikarúrslitaleikinn og margt annað í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner