Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 05. október 2024 16:54
Sævar Þór Sveinsson
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, um annað markið sitt í dag þegar Vestri sigraði Fram 4-2 á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Liðin mættust í 3. umferð Bestu deild karla eftir tvískiptinguna.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

Hún var [frammistaðan] náttúrulega heilt yfir góð. Ég meina við vinnum 4-2 og erum hálftíma einum færri eða svo og það tekur á. En við erum bara komnir með eitthvað hugarfar núna sem er bara frábært og við erum ekkert að láta svona áföll stoppa okkar.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins og var Andri því spurður hvort hann var stressaður á þeim tímapunkti enda Framarar búnir að minnka muninn skömmu áður eftir frábært mark Kennie Chopart úr aukaspyrnu

„Ekki þegar ég var inni á vellinum en svo þegar maður er kominn út af þá er það allt annað. Þannig þá hefur maður ekkert um þetta að segja og þá verður maður svolítið stressaður en við sigldum þessu bara þægilega heim.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag en hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu. 

Ég er sáttur með hana [frammistöðuna], þrjú mörk og stoðsending með því. Ég held að ég geti ekki beðið um mikið meira þannig ég er sáttur.

Mark númer tvö hjá Andra Rúnari í dag var ótrúlegt.

„Ég var búinn að komast tvisvar eða þrisvar upp að endamörkum og lít upp og Benó er svolítið langt frá boxinu og það var aldrei neinn með mér. Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner