Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 05. október 2024 16:54
Sævar Þór Sveinsson
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, um annað markið sitt í dag þegar Vestri sigraði Fram 4-2 á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Liðin mættust í 3. umferð Bestu deild karla eftir tvískiptinguna.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

Hún var [frammistaðan] náttúrulega heilt yfir góð. Ég meina við vinnum 4-2 og erum hálftíma einum færri eða svo og það tekur á. En við erum bara komnir með eitthvað hugarfar núna sem er bara frábært og við erum ekkert að láta svona áföll stoppa okkar.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins og var Andri því spurður hvort hann var stressaður á þeim tímapunkti enda Framarar búnir að minnka muninn skömmu áður eftir frábært mark Kennie Chopart úr aukaspyrnu

„Ekki þegar ég var inni á vellinum en svo þegar maður er kominn út af þá er það allt annað. Þannig þá hefur maður ekkert um þetta að segja og þá verður maður svolítið stressaður en við sigldum þessu bara þægilega heim.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag en hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu. 

Ég er sáttur með hana [frammistöðuna], þrjú mörk og stoðsending með því. Ég held að ég geti ekki beðið um mikið meira þannig ég er sáttur.

Mark númer tvö hjá Andra Rúnari í dag var ótrúlegt.

„Ég var búinn að komast tvisvar eða þrisvar upp að endamörkum og lít upp og Benó er svolítið langt frá boxinu og það var aldrei neinn með mér. Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner