Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   lau 05. október 2024 16:54
Sævar Þór Sveinsson
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, um annað markið sitt í dag þegar Vestri sigraði Fram 4-2 á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Liðin mættust í 3. umferð Bestu deild karla eftir tvískiptinguna.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

Hún var [frammistaðan] náttúrulega heilt yfir góð. Ég meina við vinnum 4-2 og erum hálftíma einum færri eða svo og það tekur á. En við erum bara komnir með eitthvað hugarfar núna sem er bara frábært og við erum ekkert að láta svona áföll stoppa okkar.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins og var Andri því spurður hvort hann var stressaður á þeim tímapunkti enda Framarar búnir að minnka muninn skömmu áður eftir frábært mark Kennie Chopart úr aukaspyrnu

„Ekki þegar ég var inni á vellinum en svo þegar maður er kominn út af þá er það allt annað. Þannig þá hefur maður ekkert um þetta að segja og þá verður maður svolítið stressaður en við sigldum þessu bara þægilega heim.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag en hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu. 

Ég er sáttur með hana [frammistöðuna], þrjú mörk og stoðsending með því. Ég held að ég geti ekki beðið um mikið meira þannig ég er sáttur.

Mark númer tvö hjá Andra Rúnari í dag var ótrúlegt.

„Ég var búinn að komast tvisvar eða þrisvar upp að endamörkum og lít upp og Benó er svolítið langt frá boxinu og það var aldrei neinn með mér. Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner