Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 05. október 2024 16:54
Sævar Þór Sveinsson
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, um annað markið sitt í dag þegar Vestri sigraði Fram 4-2 á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Liðin mættust í 3. umferð Bestu deild karla eftir tvískiptinguna.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

Hún var [frammistaðan] náttúrulega heilt yfir góð. Ég meina við vinnum 4-2 og erum hálftíma einum færri eða svo og það tekur á. En við erum bara komnir með eitthvað hugarfar núna sem er bara frábært og við erum ekkert að láta svona áföll stoppa okkar.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins og var Andri því spurður hvort hann var stressaður á þeim tímapunkti enda Framarar búnir að minnka muninn skömmu áður eftir frábært mark Kennie Chopart úr aukaspyrnu

„Ekki þegar ég var inni á vellinum en svo þegar maður er kominn út af þá er það allt annað. Þannig þá hefur maður ekkert um þetta að segja og þá verður maður svolítið stressaður en við sigldum þessu bara þægilega heim.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag en hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu. 

Ég er sáttur með hana [frammistöðuna], þrjú mörk og stoðsending með því. Ég held að ég geti ekki beðið um mikið meira þannig ég er sáttur.

Mark númer tvö hjá Andra Rúnari í dag var ótrúlegt.

„Ég var búinn að komast tvisvar eða þrisvar upp að endamörkum og lít upp og Benó er svolítið langt frá boxinu og það var aldrei neinn með mér. Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir