Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
   lau 05. október 2024 16:54
Sævar Þór Sveinsson
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, um annað markið sitt í dag þegar Vestri sigraði Fram 4-2 á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Liðin mættust í 3. umferð Bestu deild karla eftir tvískiptinguna.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

Hún var [frammistaðan] náttúrulega heilt yfir góð. Ég meina við vinnum 4-2 og erum hálftíma einum færri eða svo og það tekur á. En við erum bara komnir með eitthvað hugarfar núna sem er bara frábært og við erum ekkert að láta svona áföll stoppa okkar.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins og var Andri því spurður hvort hann var stressaður á þeim tímapunkti enda Framarar búnir að minnka muninn skömmu áður eftir frábært mark Kennie Chopart úr aukaspyrnu

„Ekki þegar ég var inni á vellinum en svo þegar maður er kominn út af þá er það allt annað. Þannig þá hefur maður ekkert um þetta að segja og þá verður maður svolítið stressaður en við sigldum þessu bara þægilega heim.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag en hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu. 

Ég er sáttur með hana [frammistöðuna], þrjú mörk og stoðsending með því. Ég held að ég geti ekki beðið um mikið meira þannig ég er sáttur.

Mark númer tvö hjá Andra Rúnari í dag var ótrúlegt.

„Ég var búinn að komast tvisvar eða þrisvar upp að endamörkum og lít upp og Benó er svolítið langt frá boxinu og það var aldrei neinn með mér. Þannig já ég lít upp og sé að hann stígur út úr markinu svona þrjá fjóra metra og þá varð maður að prófa.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner