Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 17:04
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Einar Guðna efstur á blaði hjá ÍBV
Einar Guðnason er fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings.
Einar Guðnason er fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings er sagður efstur á blaði hjá ÍBV sem er í þjálfaraleit eftir að Hermann Hreiðarsson lét af störfum. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Hermann er að flytja upp á land og sá það ekki ganga upp að hann gæti haldið áfram sem þjálfari Eyjamanna af fullum hug. Hann hættir hjá félaginu eftir að hafa stýrt ÍBV til sigurs í Lengjudeildinni og tryggt þar með sæti í Bestu deildinni.

Einar er búsettur í Svíþjóð og óvíst hvort hann sé tilbúinn að taka við Eyjaliðinu á þessum tímapunkti.

Sigurvin Ólafsson hefur einnig verið orðaður við starfið en í vikunni var staðfest að hann verður áfram með lið Þróttar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður áfram með Njarðvík en hann hefur ekkert heyrt í forráðamönnum ÍBV.

Í útvarpsþættinum var einnig talað um að Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra væri á blaði hjá ÍBV en Davíð er samningsbundinn fyrir vestan út næsta tímabil.
Útvarpsþátturinn - Mosó í Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner