Crystal Palace 0 - 1 Liverpool
0-1 Diogo Jota ('9 )
Fyrsta leik 7. umferðar í ensku úrvalsdeildinni er lokið og lauk honum með 0-1 útisigri Liverpool á Selhurst Park.
Leikurinn var, þegar upp var staðið, ekki auðveldur fyrir gestina. Crystal Palace skoraði strax á fyrstu mínútu en Eddie Nketiah var kolrangstæður og því stóð markið ekki.
Næstu 44 mínúturnar voru nokkuð þægilegar fyrir Liverpool, Adam Wharton var í brasi á miðju Crystal Palace og Liverpool átti nokkuð auðvelt með að vinna boltann hátt á vellinum.
Diogo Jota skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu eftir að Cody Gakpo lagði boltann inn á teiginn og Jota komst fram fyrir Marc Guehi inn á teignum og kom boltanum í netið. Það var blanda af öflugum Dean Henderson og klaufagangi Liverpool að þakka að forystan var ekki meira en eitt mark í leihléi.
0-1 Diogo Jota ('9 )
Fyrsta leik 7. umferðar í ensku úrvalsdeildinni er lokið og lauk honum með 0-1 útisigri Liverpool á Selhurst Park.
Leikurinn var, þegar upp var staðið, ekki auðveldur fyrir gestina. Crystal Palace skoraði strax á fyrstu mínútu en Eddie Nketiah var kolrangstæður og því stóð markið ekki.
Næstu 44 mínúturnar voru nokkuð þægilegar fyrir Liverpool, Adam Wharton var í brasi á miðju Crystal Palace og Liverpool átti nokkuð auðvelt með að vinna boltann hátt á vellinum.
Diogo Jota skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu eftir að Cody Gakpo lagði boltann inn á teiginn og Jota komst fram fyrir Marc Guehi inn á teignum og kom boltanum í netið. Það var blanda af öflugum Dean Henderson og klaufagangi Liverpool að þakka að forystan var ekki meira en eitt mark í leihléi.
Mótspyrnan frá heimamönnum var talsvert meiri í seinni hálfleik og má segja að markverðir Liverpool hafi tryggt gestunum stigin þrjú. Framan af var Alisson í marki Liverpool og stóð sig vel. Hann hins vegar tognaði og inn þurfti að stíga Vitezslav Jaros sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
Hann þurfti að verja einu sinni einn gegn einum gegn Eberechi Eze sem hefði getað klárað á meira sannfærandi hátt.
Með sigrinum er Liverpool áfram á toppnum, fjórum stigum á undan næstu liðum. Crystal Palace er áfram án sigurs og er eflaust farið að hitna undir Oliver Glasner sem gerði flotta hluti með Palace seinni hluta síðasta tímabils.
Arne Slot hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum sem stjóri Liverpool.
Athugasemdir