Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   lau 05. október 2024 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alisson tognaði - Jaros inn á í sínum fyrsta leik
Jaros kom inn á.
Jaros kom inn á.
Mynd: EPA
Liverpool varð fyrir áfalli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka í leik liðsins gegn Crystal Palace sem nú er í gangi. Alisson Becker, markvörður Liverpool, tognaði aftan í læri og gat ekki haldið áfram.

Tékkneski markvörðurinn Vitezslav Jaros kom inn á í stað Alisson en hann er þriðji markvörður Liverpool. Caoimhin Kelleher, varamarkvörður Liverpool, er ekki í leikmanahópi og því fékk Jaros kallið.

Jaros er 23 ára og hefur verið hjá Liverpool frá 2017. Hann er uppalinn hjá Slavia Prag og á að baki einn A-landsleik.

Leikurinn í dag er hans fyrsti með aðallið Liverpool. Síðustu ár hefur hann verið lánaður til St. Patrick's Athletic, Notts County, Stockport County og á síðasta tímabili lék hann með Sturm Graz í Austurríki.

Meiðsli Alisson þýða að hann verður ekki með brasilíska landsliðinu í komandi leikjum í undankeppni HM.

Þegar þetta er skrifað er staðan 0-1 fyrir Liverpool á Selhurst Park og sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner