Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 05. október 2024 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum rosalega súr með niðurstöðuna í leiknum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap liðsins í lokaleik Bestu deildar kvenna gegn Víkingi í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Ég vil byrja á því að óska Víkingi til hamingju með úrslitin, 3. sæti er frábær árangur á þeirra fyrsta tímabili í efstu deild. Þetta var verðskuldað, þær spiluðu að mörgu leiti betur en við. Við ætluðum ekki í keppni um hver spilaði betur, ætluðum að byrja á því að verja markið okkar og nýta svo það sem gæfist þegar þær fara að stíga hærra en það gekk ekki."

Þór/KA var í góðri stöðu í 3. sætinu lengi vel en vann aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum.

„Efri hlutinn hefur ekki verið spilaður vel hjá okkur og aðeins á undan því voru við að kasta frá okkur stigum. Við ætluðum að enda á góðum nótum en við verðum að snúa þessu í það að við verðum að gera betur næst, það er ekkert annað í boði," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann Kristinn vildi fá rautt spjald á loft þegar Birta Guðlaugsdóttir braut á Söndru Maríu Jessen þegar hún var sloppin í gegn.

„Fyrsta útskýringin var að það var kominn leikmaður niður fyrir markmanninn en það skiptir ekki máli þótt þú skiptir hlutverkum, það er alltaf einn eftir. Útskýringarnar komu svo á færibandi, það er eins með börnin mín, þegar þau fara að útskýra allskonar þá eru þau yfirleitt sek um eitthvað sem ég er að tala um. Hann vildi ekki gefa rautt spjald í fyrri hálfleik í kvennaleik, við höfum séð þetta áður og munum sjá þetta aftur og það er sorglegt," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner