Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 05. október 2024 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum rosalega súr með niðurstöðuna í leiknum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap liðsins í lokaleik Bestu deildar kvenna gegn Víkingi í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Ég vil byrja á því að óska Víkingi til hamingju með úrslitin, 3. sæti er frábær árangur á þeirra fyrsta tímabili í efstu deild. Þetta var verðskuldað, þær spiluðu að mörgu leiti betur en við. Við ætluðum ekki í keppni um hver spilaði betur, ætluðum að byrja á því að verja markið okkar og nýta svo það sem gæfist þegar þær fara að stíga hærra en það gekk ekki."

Þór/KA var í góðri stöðu í 3. sætinu lengi vel en vann aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum.

„Efri hlutinn hefur ekki verið spilaður vel hjá okkur og aðeins á undan því voru við að kasta frá okkur stigum. Við ætluðum að enda á góðum nótum en við verðum að snúa þessu í það að við verðum að gera betur næst, það er ekkert annað í boði," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann Kristinn vildi fá rautt spjald á loft þegar Birta Guðlaugsdóttir braut á Söndru Maríu Jessen þegar hún var sloppin í gegn.

„Fyrsta útskýringin var að það var kominn leikmaður niður fyrir markmanninn en það skiptir ekki máli þótt þú skiptir hlutverkum, það er alltaf einn eftir. Útskýringarnar komu svo á færibandi, það er eins með börnin mín, þegar þau fara að útskýra allskonar þá eru þau yfirleitt sek um eitthvað sem ég er að tala um. Hann vildi ekki gefa rautt spjald í fyrri hálfleik í kvennaleik, við höfum séð þetta áður og munum sjá þetta aftur og það er sorglegt," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner