Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   lau 05. október 2024 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum rosalega súr með niðurstöðuna í leiknum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap liðsins í lokaleik Bestu deildar kvenna gegn Víkingi í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Ég vil byrja á því að óska Víkingi til hamingju með úrslitin, 3. sæti er frábær árangur á þeirra fyrsta tímabili í efstu deild. Þetta var verðskuldað, þær spiluðu að mörgu leiti betur en við. Við ætluðum ekki í keppni um hver spilaði betur, ætluðum að byrja á því að verja markið okkar og nýta svo það sem gæfist þegar þær fara að stíga hærra en það gekk ekki."

Þór/KA var í góðri stöðu í 3. sætinu lengi vel en vann aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum.

„Efri hlutinn hefur ekki verið spilaður vel hjá okkur og aðeins á undan því voru við að kasta frá okkur stigum. Við ætluðum að enda á góðum nótum en við verðum að snúa þessu í það að við verðum að gera betur næst, það er ekkert annað í boði," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann Kristinn vildi fá rautt spjald á loft þegar Birta Guðlaugsdóttir braut á Söndru Maríu Jessen þegar hún var sloppin í gegn.

„Fyrsta útskýringin var að það var kominn leikmaður niður fyrir markmanninn en það skiptir ekki máli þótt þú skiptir hlutverkum, það er alltaf einn eftir. Útskýringarnar komu svo á færibandi, það er eins með börnin mín, þegar þau fara að útskýra allskonar þá eru þau yfirleitt sek um eitthvað sem ég er að tala um. Hann vildi ekki gefa rautt spjald í fyrri hálfleik í kvennaleik, við höfum séð þetta áður og munum sjá þetta aftur og það er sorglegt," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner