Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   lau 05. október 2024 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum rosalega súr með niðurstöðuna í leiknum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap liðsins í lokaleik Bestu deildar kvenna gegn Víkingi í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Ég vil byrja á því að óska Víkingi til hamingju með úrslitin, 3. sæti er frábær árangur á þeirra fyrsta tímabili í efstu deild. Þetta var verðskuldað, þær spiluðu að mörgu leiti betur en við. Við ætluðum ekki í keppni um hver spilaði betur, ætluðum að byrja á því að verja markið okkar og nýta svo það sem gæfist þegar þær fara að stíga hærra en það gekk ekki."

Þór/KA var í góðri stöðu í 3. sætinu lengi vel en vann aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum.

„Efri hlutinn hefur ekki verið spilaður vel hjá okkur og aðeins á undan því voru við að kasta frá okkur stigum. Við ætluðum að enda á góðum nótum en við verðum að snúa þessu í það að við verðum að gera betur næst, það er ekkert annað í boði," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann Kristinn vildi fá rautt spjald á loft þegar Birta Guðlaugsdóttir braut á Söndru Maríu Jessen þegar hún var sloppin í gegn.

„Fyrsta útskýringin var að það var kominn leikmaður niður fyrir markmanninn en það skiptir ekki máli þótt þú skiptir hlutverkum, það er alltaf einn eftir. Útskýringarnar komu svo á færibandi, það er eins með börnin mín, þegar þau fara að útskýra allskonar þá eru þau yfirleitt sek um eitthvað sem ég er að tala um. Hann vildi ekki gefa rautt spjald í fyrri hálfleik í kvennaleik, við höfum séð þetta áður og munum sjá þetta aftur og það er sorglegt," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner