Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 05. október 2024 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum rosalega súr með niðurstöðuna í leiknum," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap liðsins í lokaleik Bestu deildar kvenna gegn Víkingi í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Ég vil byrja á því að óska Víkingi til hamingju með úrslitin, 3. sæti er frábær árangur á þeirra fyrsta tímabili í efstu deild. Þetta var verðskuldað, þær spiluðu að mörgu leiti betur en við. Við ætluðum ekki í keppni um hver spilaði betur, ætluðum að byrja á því að verja markið okkar og nýta svo það sem gæfist þegar þær fara að stíga hærra en það gekk ekki."

Þór/KA var í góðri stöðu í 3. sætinu lengi vel en vann aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum.

„Efri hlutinn hefur ekki verið spilaður vel hjá okkur og aðeins á undan því voru við að kasta frá okkur stigum. Við ætluðum að enda á góðum nótum en við verðum að snúa þessu í það að við verðum að gera betur næst, það er ekkert annað í boði," sagði Jóhann Kristinn.

Jóhann Kristinn vildi fá rautt spjald á loft þegar Birta Guðlaugsdóttir braut á Söndru Maríu Jessen þegar hún var sloppin í gegn.

„Fyrsta útskýringin var að það var kominn leikmaður niður fyrir markmanninn en það skiptir ekki máli þótt þú skiptir hlutverkum, það er alltaf einn eftir. Útskýringarnar komu svo á færibandi, það er eins með börnin mín, þegar þau fara að útskýra allskonar þá eru þau yfirleitt sek um eitthvað sem ég er að tala um. Hann vildi ekki gefa rautt spjald í fyrri hálfleik í kvennaleik, við höfum séð þetta áður og munum sjá þetta aftur og það er sorglegt," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner