Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juventus horfir aftur til Arsenal
Mynd: Getty Images
Juventus hefur endurvakið áhuga sinn á Jakub Kiwior eftirað Gleison Bremer, aðalmiðvörður ítalska liðsins, meiddist í Meistaradeildinni í vikunni Það er Matteo Moretto sem greinir frá en hann er ítalskur félagaskiptasérfræðingur.

Bremer sleit skrossband í 3-2 sigri Juventus á RB Leipzig í vikunni og verður frá í hálft ár hið minnsta.

Nú er Juventus einungis með þá Pierre Kalulu og Federico Gatti til taks í miðvarðastöðurnar.

Moretto segir að Juventus muni ekki reyna að fá leikmann á frjálsri sölu, heldur reyna að lokka Pólverjann Kiwior til Ítalíu í janúar.

Kiwior var orðaður við Juventus, Inter, AC Milan og Atalanta í sumar. Hann var keyptur frá Spezia til Arsenal fyrir einu og hálfur ári síðan og er ekki byrjunarliðsmaður hjá Mikel Arteta.
Athugasemdir
banner