„Bara hörkuleikur. Mér fannst við, í gegnum allan leikinn, vera ofan á. Geisilega sterkur varnarleikur, aftasta lína og markmaður frábærar. Álfa og Sæunn á miðjunni mjög solid og allt liðið í varnarleiknum. Svo vorum við að fá fín færi og skora þrjú mörk það er bara mjög gott,“ sagði Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar, eftir sigur á FH í dag.
Lestu um leikinn: FH 0 - 3 Þróttur R.
Leikurinn í dag var síðasti leikur tímabilsins. Hvernig horfir tímabilið við Óla? „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu. Við renndum blint í sjóinn, það var stígandi á undirbúningstímabilinu síðan förum við inn í mótið, jafntefli við Fylki og svo fylgja fimm töp en spilamennskan góð á þeim tíma. Hrós á stelpurnar , það var alltaf trú.“
„Ef maður gerir þetta upp þá er þetta góður staður og miðað við byrjunina, já, kannski fyrir ofan væntingar.“
Óli var spurður út í næsta tímabil. „Það er alltaf verið að kíkja út í framtíðina en þú veist, það verður þessi hópur áfram og áfram gakk og skoðum hvernig við getum bætt okkur.“
Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.