Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   lau 05. október 2024 17:47
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Mér fannst við, í gegnum allan leikinn, vera ofan á. Geisilega sterkur varnarleikur, aftasta lína og markmaður frábærar. Álfa og Sæunn á miðjunni mjög solid og allt liðið í varnarleiknum. Svo vorum við að fá fín færi og skora þrjú mörk það er bara mjög gott,“ sagði Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar, eftir sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Þróttur R.

Leikurinn í dag var síðasti leikur tímabilsins. Hvernig horfir tímabilið við Óla? „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu. Við renndum blint í sjóinn, það var stígandi á undirbúningstímabilinu síðan förum við inn í mótið, jafntefli við Fylki og svo fylgja fimm töp en spilamennskan góð á þeim tíma. Hrós á stelpurnar , það var alltaf trú.“

„Ef maður gerir þetta upp þá er þetta góður staður og miðað við byrjunina, já, kannski fyrir ofan væntingar.“

Óli var spurður út í næsta tímabil. „Það er alltaf verið að kíkja út í framtíðina en þú veist, það verður þessi hópur áfram og áfram gakk og skoðum hvernig við getum bætt okkur.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner