Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. nóvember 2019 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool neitar því að gista á fimm stjörnu hóteli í Katar
Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar á HM félagsliða.
Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar á HM félagsliða.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hafnað því að gista á fimm stjörnu hóteli í Doha í Katar vegna mannréttindabrota sem starfsmenn hótelsins hafa orðið fyrir.

David Ornstein á The Athletic skrifar um þetta.

Liverpool er á leið til Katar í desember að taka þátt á HM félagsliða eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.

Liverpool var boðið að gista á Marsa Malaz Kempinski, fimm stjörnu lúxushóteli sem staðsett er á lítilli eyju sem talin er sem hluti af Doha. Eyjan var smíðuð af mönnum.

Í fyrra komst Guardian á snoðir um að hótelið réði til sín innflytjendur og borgaði þeim lítið sem ekkert fyrir vinnu sína.

Öryggisverðir sem unnu 12 tíma vaktir í 45 stiga hita fengu greitt fyrir það 8 pund, eða rúmlega 1200 íslenskar krónur; ekki fyrir klukkutímann, fyrir allan daginn.

Liverpool hefur greint FIFA og yfirvöldum í Katar frá því að leikmenn og starfsmenn félagsins muni ekki gista á hótelinu, heldur finna sér nýtt hótel í landinu.

Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar 2022, en ástandið hjá farandverkafólkinu sem er að byggja leikvanga fyrir mótið er slæmt og hefur verið það frá upphafi.

Liverpool mætir til leiks í Katar þann 18. desember næstkomandi.

Sjá einnig:
Liverpool spilar tvo daga í röð - Tveir leikmannahópar
Athugasemdir
banner
banner
banner