Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. nóvember 2020 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Ég þarf ekki að segja neitt um Harry Kane
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Harry Kane spilaði fyrri hálfleikinn í sigri Tottenham gegn Ludogorets fyrr í kvöld. Hann skoraði og lagði upp en Jose Mourinho tók hann út í leikhlé til að hvíla fyrir helgina.

Kane gerði mark númer 200 fyrir Tottenham í kvöld og var þetta leikur númer 300. Hann er ánægður með þetta afrek sitt en segist ekki spá mikið í að vera að bæta einhver met.

„Ég er himinlifandi að hafa náð þessum áfanga þó ég hefði líklega getað skorað nokkur í viðbót á þessum 45 mínútum. Þetta er frábært afrek og vonandi á ég eftir að skora enn meira," sagði Kane að leikslokum.

„Tíminn líður svo hratt að mér líður eins og það hafi bara verið í gær sem ég skoraði mitt fyrsta mark fyrir Spurs. Ég hugsa aldrei út í einhver svona met, þið megið endilega halda áfram að vera duglegir við að láta mig vita.

„Það er erfitt að melta svona hluti þegar maður er enn að spila. Þegar maður er búinn að spila þá hugsar maður meira út í þetta."


Jose Mourinho tók undir með Kane og sagði að orð væru óþörf þegar það kemur að sóknarmanninum.

„Þetta var þægilegur sigur hjá okkur. Ég þarf ekki að segja neitt um Harry Kane, tölurnar segja allt sem þarf."
Athugasemdir
banner
banner
banner