Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. desember 2019 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bose-mótið: Valur lagði KR í fimm marka úrslitaleik
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals með sigurlaunin eftir leikinn í dag.
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals með sigurlaunin eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 2 KR
1-0 Patrick Pedersen ('7)
2-0 Andri Adolphsson ('34)
2-1 Tobias Thomsen ('72)
3-1 Birkir Heimisson ('78)
3-2 Pálmi Rafn Pálmason ('82)
Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason, KR ('86)
Lestu nánar um leikinn (textalýsing)

Valur mætti KR í úrslitaleik Bose-mótsins eða Bose-bikarsins, mismunandi hvað mótið er kallað, á Origovellinum í kvöld.

Valur komst yfir á 7. mínútu leiksins þegar markahrókurinn Patrick Pedersen skoraði. Andri Adolphsson lagði upp markið fyrir Patrick og hann skoraði sjálfur á 34. mínútu. Valur leiddi 2-0 í hálfleik.

Tobias Thomsen minnkaði muninn með marki á 72. mínútu. Óskar Örn Hauksson lagði upp markið með góðri fyrirgjöf. Á 78. mínútu komst Valur í 3-1 með marki frá varamanninum Birki Heimissyni: „Þvíliki leikurinn hjá Andra í dag, mark og 2 stoð(sendingar). Orri gaf upp hægri kantinn á Andra og Andri fleygði honum fyrir og þar var Birkir Heimis í teignum og kláraði viðstöðulaust í fjær!" Skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn fyrir KR á 82. mínútu en nær komust leikmenn KR ekki. Á 86. mínútu fékk Kristján Flóki Finnbogason að líta rautt spjald fyrir kjaftbrúk.

Valsmenn eru því sigurvegarar Bose-mótsins árið 2019!
Athugasemdir
banner
banner
banner