Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   lau 05. desember 2020 14:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Gylfi kom við sögu í janftefli
Burnley 1 - 1 Everton
1-0 Robbie Brady ('3)
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('45)

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem tók á móti Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Heimamenn byrjuðu á því að skora strax á þriðju mínútu. Robbie Brady átti þá gott skot utan vítateigs sem rataði í netið.

Everton átti í erfiðleikum með að brjóta vörn Burnley á bak aftur en Dominic Calvert-Lewin tókst að jafna skömmu fyrir leikhlé. Hann fékk þá sendingu frá Richarlison og skoraði af stuttu færi.

Everton var betra liðið í leiknum en náði ekki að gera sigurmark. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á 81. mínútu og komst nálægt því að gera sigurmarkið í uppbótartíma en Nick Pope varði með fætinum.

Lokatölur 1-1 og Everton í sjöunda sæti með 17 stig eftir 11 umferðir. Burnley er í fallsæti með 6 stig eftir 10 leiki.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner