Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. desember 2020 17:45
Victor Pálsson
Zlatan var hársbreidd frá því að hætta - „Vildi ekki taka annað ár"
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic var hársbreidd frá því að leggja skóna á hilluna í sumar áður en hann ákvað að taka eitt tímabil til viðbótar með AC Milan.

Það er framherjinn sjálfur sem greinir frá þessu en Zlatan hefur byrjað af krafti og er með 11 mörk í 10 leikjum á þessu tímabili.

Svíinn stóri og stæðilegi er 39 ára gamall og ákvað hann fyrr á árinu að hann ætlaði að snúa heim til fjölskyldunnar.

„Það er hungur í þessu liði og mikill vilji. Við erum að standa okkur vel og megum ekki missa okkur í draumum eða markmiðum," sagði Zlatan en Milan hefur byrjað mjög vel í vetur.

„Við spilum einn leik í einu. Ég er með markmið en liðið þarf að gera eins vel og mögulegt er því þetta er ungur hópur."

„Stjórinn spurði mig hvað ég vildi gera og ég sagðist ekki ætla að halda áfram, að þetta væri komið gott. Fjölskyldan skiptir líka máli og ég er hér einn, þetta er fórnun."

„Þetta sleppur í sex mánuði en ég vildi ekki taka annað ár. Hann sagðist virða mína skoðun. Daginn eftir þá sagðist ég vera búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna. Ég sagði þeim að gleyma samningnum, að hann væri ekki mikilvægur."

„Svo breyttist eitthvað og ég vildi ekki sjá eftir neinu. Ég hringdi í félagið og ákvað að halda áfram en í fyrstu þá var ég ákveðinn í að hætta."
Athugasemdir
banner
banner
banner