Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 14:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Newcastle aldrei verið í viðræðum við Emenalo
Michael Emenalo
Michael Emenalo
Mynd: Getty Images
Newcastle vann sinn fyrsta sigur í deildinni í ár í gær en liðið lagði Burnley 1-0.

Moldríkir eigendur Newcastle keyptu félagið fyrir nokkrum mánuðum og eru stórhuga. Það stefnir í áhugaverðan janúar glugga ætli liðið að halda sér uppi í Úrvalsdeildinni.

Eigendurnir ætla að byggja upp allt saman á bakvið tjöldin og liður í því er að ráða yfirmann fótboltamála. Þar hefur verið nefndur til sögunnar Michael Emenalo sem hefur meðal annars gengt stöðunni hjá Chelsea.

Hann var sagður hafa neitað tilboði frá Newcastle en eigandi félagsins þver tekur fyrir það og segir að félagið hafi ekki sett sig í samband við hann.


Athugasemdir
banner
banner