Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. desember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærstu vörusvik í sögu rússneska boltans?
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick fór vel af stað sem stjóri Manchester United er hann stýrði liðinu til 1-0 sigurs gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Rangnick var ráðinn stjóri Man Utd í síðustu viku. Hann mun svo taka að sér starf ráðgjafa ef hann heldur ekki áfram sem stjóri liðsins.

Áður en hann tók við Man Utd, þá starfaði Rangnick sem yfirmaður íþróttamála hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi í nokkra mánuði. Þýski 'prófessorinn' fær ekki góða umsögn í rússneskum fjölmiðlum um það starf sem hann vann þar.

Í rússneskum fjölmiðlum er honum lýst sem „stærstu vörusvikum í sögu rússneska boltans".

Þegar Rangnick kom inn - síðasta sumar - þá hafði Lokomotiv klárað tímabilið í þriðja sæti deildarinnar og sem bikarmeistarar. Hann kom inn og breytti ákveðnum hlutum, seldi leikmenn og fékk inn aðra leikmenn sem hentuðu hans hugmyndafræði betur. Rangnick fékk líka inn þýska þjálfarann Markus Gisdol sem hentar hápressu hugmyndafræðinni betur.

Þessar ákvarðanir hafa ekki virkað vel til þessa, en Rangnick var að byggja til framtíðar. Hann ákvað hins vegar að hoppa á tækifærið þegar Man Utd kom inn í myndina - hann sagðist ekki geta hafnað því
Athugasemdir
banner
banner
banner