
Forráðamenn AC Milan voru hrifnir af frammistöðu Sergino Dest með bandaríska landsliðinu á HM. Samkvæmt fréttum á Ítalíu hyggjast þeir virkja klásúlu um kaup á bakverðinum.
Þessi 22 ára leikmaður kom til AC Milan á lánssamningi frá Barcelona í sumar en hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar með ítalska liðinu. Hann hefur aðeins fengið tvo byrjunarliðsleiki í deild og Meistaradeild undir Stefano Pioli.
Þessi 22 ára leikmaður kom til AC Milan á lánssamningi frá Barcelona í sumar en hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar með ítalska liðinu. Hann hefur aðeins fengið tvo byrjunarliðsleiki í deild og Meistaradeild undir Stefano Pioli.
Hann byrjaði alla fjóra leiki Bandaríkjanna á HM og átti stoðsendinguna í marki Christian Pulisic gegn Íran.
Corriere dello Sport segir að Milan hafi fylgst grannt með Dest á mótinu og menn hafi verið ánægur með frammistöðu hans. Áætlað sé að virkja 20 milljóna evra ákvæði um kaup.
Athugasemdir