Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   mán 05. desember 2022 11:06
Elvar Geir Magnússon
„Ein mesta snilldin hjá Van Gaal á þessu móti“
Óvæntasti lykilmaðurinn á HM er Andries Noppert landsliðsmarkvörður Hollands. Rætt var um þennan áhugaverða leikmann við HM hringborðið.

„Hann er 28 ára gamall og spilar fyrir Heerenveen. Hans fyrsti landsleikur var bara fyrsti leikur á mótinu. Louis van Gaal er óhræddur við að gera það sem honum finnst rétt að gera," sagði Elvar Geir Magnússon og Sæbjörn Steinke bætti við:

„Hann hefur svolítið leikið sér með markverðina í gegnum tíðina."

Noppert var valinn í hollenska landsliðið í fyrsta sinn í september og var svo valinn í HM hópinn. Enginn bjóst við því að hann yrði aðalmarkvörður Hollands á mótinu en hann lék sinn fyrsta landsleik í fyrsta leik Hollands í Katar, 2-0 sigrinum gegn Senegal.

„Þetta er ein mesta snilldin hjá Van Gaal á þessu móti, Noppert er búinn að vera virkilega góður. Hlýtur þessi gæi ekki að fá alvöru skipti eftir HM? Þessi gæi er risastór og virðist hafa margt til brunns að bera," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Ég vona að hann spili aldrei aftur eftir HM," sagði Sæbjörn á léttu nótunum.
HM hringborðið - Hey Jude og töframáttur Messi og Mbappe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner