Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   þri 05. desember 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag öruggur í starfi sem stendur - Guirassy til Englands?
Powerade
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Newcastle og Man Utd vilja Guirassy.
Newcastle og Man Utd vilja Guirassy.
Mynd: Getty Images
Mathys Tel.
Mathys Tel.
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurpakka dagsins. De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri koma við sögu.

David de Gea (33) er opinn fyrir því að fara til Newcastle. Aaron Ramsdale (25) væri til í að skoða möguleikann en ólíklegt er að Newcastle gangi að 50 milljóna punda verðmiða Arsenal. (Telegraph/Talksport)

Staða Erik ten Hag sem stjóri Manchester United er ekki í hættu sem stendur, þrátt fyrir fréttir um ólgu innan búningsklefans. (Mail)

Newcastle og Manchester United vilja fá Gíneumanninn Serhou Guirassy (27), sóknarmann Stuttgart, í janúarglugganum. (Football Insider)

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í enska sóknarmanninn Eddie Nketiah (24) í janúar. (Football Transfers)

Raphael Varane (30) vill ólmur vera áfram hjá Manchester United framyfir janúargluggann. (Manchester Evening News)

Manchester United, Arsenal og Chelsea hafa áhuga á franska markverðinum Mike Maignan (28) en viðræður hans við AC Milan um nýjan samning ganga brösuglega. (Footmercato)

Brighton mun ekki standa í vegi fyrir Roberto De Zerbi ef hann mun vilja yfirgefa félagið í framtíðinni. (Football Insider)

Það verður barátta fyrir Bayern München að halda franska framherjanum Mathys Tel (18) en nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga. (Bild)

Jean-Philippe Mateta (26) reynir að komast frá Crystal Palace í janúarglugganum. Eintracht Frankfurt gæti fengið franska sóknarmanninn. (The Athletic)

Newcastle hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að kaupa enska miðjumanninn Kalvin Phillips (28) frá Manchester City í janúar. (Rudy Galetti)

Juventus hefur einnig áhuga á Phillips og gæti reynt að fá hann lánaðan í janúar. (Metro)

Chelsea og Manchester City sýna miðjumanninum Claudio Echeverri (17), sóknarmanninum Agustin Ruberto (17) og vængmanninum Ian Subiabre (17) áhuga. Allir þrír eru hjá River Plate og fóru á kostum með Argentínu á HM U17. (90min)

West Ham, Burnley og Sheffield United hafa öll áhuga á að fá enska varnarmanninn Eiran Cashin (22) frá Derby. (Teamtalk)

Örflaga inni í fótboltanum á EM 2024 mun hjálpa við að ákveða hvort það hafi verið hendi í aðdraganda marka og mun einnig hjálpa við rangstöðuákvarðanir. (Times)

Everton hefur áhuga á írska varnarmanninum Jake O'Brien (22) hjá Lyon fyrir janúargluggann. (Footmercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner