Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   þri 05. desember 2023 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Kone tryggði Gladbach dramatískan sigur
Manu Kone
Manu Kone
Mynd: Getty Images

Það var Bundesliga slagur í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld þegar Gladbach fékk Wolfsburg í heimsókn.


Manu Kone reyndist hetja Gladbach þegar hann skoraði á lokasekúndum framlengingarinnar eftir hraða sókn.

Leikurinn var ansi rólegur en Jonas Wind fékk tækifæri til að tryggja Wolfsburg sigur í uppbótatíma venjulegs leiktíma en hann klikkaði á tveimur frábærum færum.

St. Pauli er á toppnum í næst efstu deild en liðið lagði FC 08 Homburg sem leikur í fjórðu efstu deild og er því komið áfram í 8 liða úrslitin.

Borussia M. 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Kouadio Kone ('120 )

Homburg 1 - 4 St. Pauli
0-1 Hauke Wahl ('24 )
1-1 Markus Mendler ('28 )
1-2 Elias Saad ('64 )
1-3 Marcel Hartel ('69 )
1-4 Johannes Eggestein ('73 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner