Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   þri 05. desember 2023 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van de Beek reynir að koma sér til Barcelona
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek er farinn að hugsa sér til hreyfings fyrir janúargluggann.

Þessi hollenski miðjumaður er ekki ofarlega í plönum Manchester United og hefur aldrei verið það frá því hann var keyptur frá Ajax fyriir nokkrum árum síðan.

Núna segir Sport á Spáni frá því að Van de Beek sé að reyna að koma sér til Barcelona.

Börsungar eru í leit að miðjumanni eftir að Gavi meiddist og gæti Van de Beek farið þangað á láni. Hann hefur einnig verið orðaður við Juventus.

Van de Beek hefur aðeins spilað 21 mínútu með Man Utd í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner