HM félagsliða verður haldið með breyttu sniði næsta sumar þar sem 32 lið taka þátt frá 15. júní til 13. júlí 2025. Aldrei hafa svo mörg lið tekið þátt í mótinu og hafa leikmenn, þjálfarar og ýmis leikmannasamtök kvartað undan alltof miklu leikjaálagi sem nýtt HM félagsliða hefur í för með sér.
Búið er að draga í riðla fyrir lokamótið og eru nokkrir riðlarnir sérstaklega spennandi, þar sem Paris Saint-Germain og Atlético Madrid eru saman í einum riðli á meðan Manchester City og Juventus eru saman í öðrum.
Stórveldi Real Madrid, sem er sigursælasta félag Meistaradeildar Evrópu frá upphafi, fær RB Salzburg með sér í riðil og sádi-arabíska stórveldið Al-Hilal. Stórstjörnur á borð við Neymar, Rúben Neves, Aleksandar Mitrovic og Kalidou Koulibaly eru með samning Al-Hilal.
Man City og Chelsea eru einu ensku félögin sem taka þátt í mótinu og þá eru það Atlético og Real Madrid sem taka þátt fyrir hönd Spánverja.
Brasilía á flesta fulltrúa á HM, eða fjóra talsins, og er Mexíkó með þrjá fulltrúa.
A-riðill:
FC Porto (Portúgal)
Inter Miami (Bandaríkin)
Palmeiras (Brasilía)
Al-Ahly (Egyptaland)
B-riðill:
PSG (Frakkland)
Atlético Madrid (Spánn)
Botafogo (Brasilía)
Seattle Sounders (Bandaríkin)
C-riðill:
Bayern (Þýskaland)
Benfica (Portúgal)
Boca Juniors (Argentína)
Auckland City (Ástralía)
D-riðill:
Chelsea (England)
Flamengo (Brasilía)
Club León (Mexíkó)
Esperance (Túnis)
E-riðill:
Inter (Ítalía)
River Plate (Argentína)
Urawa Reds (Japan)
CF Monterrey (Mexíkó)
F-riðill:
Borussia Dortmund (Þýskaland)
Fluminense (Brasilía)
Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka)
Ulsan HD (Suður-Kórea)
G-riðill:
Manchester City (England)
Juventus (Ítalía)
Wydad Casablanca (Marokkó)
Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin)
H-riðill:
Real Madrid (Spánn)
RB Salzburg (Austurríki)
Al-Hilal (Sádi-Arabía)
CF Pachuca (Mexíkó)
Athugasemdir