Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
HM félagsliða: Real Madrid mætir Al-Hilal
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
HM félagsliða verður haldið með breyttu sniði næsta sumar þar sem 32 lið taka þátt frá 15. júní til 13. júlí 2025. Aldrei hafa svo mörg lið tekið þátt í mótinu og hafa leikmenn, þjálfarar og ýmis leikmannasamtök kvartað undan alltof miklu leikjaálagi sem nýtt HM félagsliða hefur í för með sér.

Búið er að draga í riðla fyrir lokamótið og eru nokkrir riðlarnir sérstaklega spennandi, þar sem Paris Saint-Germain og Atlético Madrid eru saman í einum riðli á meðan Manchester City og Juventus eru saman í öðrum.

Stórveldi Real Madrid, sem er sigursælasta félag Meistaradeildar Evrópu frá upphafi, fær RB Salzburg með sér í riðil og sádi-arabíska stórveldið Al-Hilal. Stórstjörnur á borð við Neymar, Rúben Neves, Aleksandar Mitrovic og Kalidou Koulibaly eru með samning Al-Hilal.

Man City og Chelsea eru einu ensku félögin sem taka þátt í mótinu og þá eru það Atlético og Real Madrid sem taka þátt fyrir hönd Spánverja.

Brasilía á flesta fulltrúa á HM, eða fjóra talsins, og er Mexíkó með þrjá fulltrúa.

A-riðill:
FC Porto (Portúgal)
Inter Miami (Bandaríkin)
Palmeiras (Brasilía)
Al-Ahly (Egyptaland)

B-riðill:
PSG (Frakkland)
Atlético Madrid (Spánn)
Botafogo (Brasilía)
Seattle Sounders (Bandaríkin)

C-riðill:
Bayern (Þýskaland)
Benfica (Portúgal)
Boca Juniors (Argentína)
Auckland City (Ástralía)

D-riðill:
Chelsea (England)
Flamengo (Brasilía)
Club León (Mexíkó)
Esperance (Túnis)

E-riðill:
Inter (Ítalía)
River Plate (Argentína)
Urawa Reds (Japan)
CF Monterrey (Mexíkó)

F-riðill:
Borussia Dortmund (Þýskaland)
Fluminense (Brasilía)
Mamelodi Sundowns (Suður-Afríka)
Ulsan HD (Suður-Kórea)

G-riðill:
Manchester City (England)
Juventus (Ítalía)
Wydad Casablanca (Marokkó)
Al-Ain (Sameinuðu arabísku furstadæmin)

H-riðill:
Real Madrid (Spánn)
RB Salzburg (Austurríki)
Al-Hilal (Sádi-Arabía)
CF Pachuca (Mexíkó)
Athugasemdir
banner
banner