Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lopetegui fær eitt tækifæri til viðbótar
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui mætti til vinnu eins og eðlilega í morgun. Hann mun stýra West Ham gegn sínum fyrrum lærisveinum í Wolves, á mánudagskvöld.

Það er Daily Mail sem greinir frá þessu.

Starf Lopetegui hangir á bláþræði en hann hefur ekki staðist þær væntingar sem voru gerðar til hans þegar hann tók við West Ham síðasta sumar.

Lopetegui hefur stýrt West Ham í sextán leikjum, fimm þeirra hafa unnist, þrír endað með jafntefli og hinir átta tapast.

Í sextán leikjum hefur liðið skorað 20 mörk og fengið 32 á sig. Til þessa hefur West Ham fengið 1,07 stig að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

Lopetegui fær núna eitt tækifæri til viðbótar til að halda starfi sínu.
Athugasemdir
banner
banner