La Liga-liðin Girona og Villarreal eru úr leik í spænska konungsbikarnum eftir nokkuð óvænt töp í gær.
Girona tapaði fyrir D-deildarliði UD Logrones eftir vítakeppni en það verður ekkert tekið af baráttu Logrones í leiknum sem fékk nokkur góð færi til að skora.
Liðið missti markvörðinn af velli og kom útileikmaður, Pol Arnau, inn. Hann varði vel frá leikmönnum Girona og skilaði sínu liði alla leið í vítakeppni.
Girona tapaði fyrir D-deildarliði UD Logrones eftir vítakeppni en það verður ekkert tekið af baráttu Logrones í leiknum sem fékk nokkur góð færi til að skora.
Liðið missti markvörðinn af velli og kom útileikmaður, Pol Arnau, inn. Hann varði vel frá leikmönnum Girona og skilaði sínu liði alla leið í vítakeppni.
Í vítakeppninni vörðu þeir Pau Lopez og Arnau báðir eina spyrnu en skandallinn átti sér stað í fimmtu spyrnunni sem Christian Stuani, fyrirliði Girona, tók.
Hann hamraði boltanum í þverslá, inn fyrir línuna og aftur út, en dómararnir skráðu þetta sem vítaklúður. VAR-tæknin var ekki í notkun á leiknum og þurftu þeir því að treysta eigin sýn, en sú ákvörðun var kolröng því endursýningar sýna að boltinn hafi farið langt inn fyrir marklínuna.
Ekki skráðist það sem mark og skoruðu síðan Logrones-menn úr fimmta víti sínu og komust þannig áfram í 32-liða úrslit. Ótrúlega svekkjandi fyrir Girona sem er úr leik.
Villarreal fór einnig illa að ráði sínu er liðið tapaði fyrir D-deildarliði Pontevedra, 1-0.
Í raun kom það tap ekkert á óvart þegar liðið var á leikinn. Pontevedra var töluvert betri aðilinn og skapaði sér urmul af hættulegum færum, en eina markið kom ekki fyrr en á 87. mínútu er Dalisson de Almeida skoraði með frábæru innanfótarskoti rétt fyrir utan teiginn og í vinstra hornið.
Betis, Leganes og Valencia komust öll áfram. Leganes vann í vítakeppni gegn CD Estepona á meðan Valencia vann 3-1 sigur á Ejea. Iker Cordoba, Dani Gomez og Rafa Mir skoruðu mörk Valencia. Betis lagði Sant Andreu að velli, 3-1.
Dregið verður í 32-liða úrslit á mánudag.
No había visto repetido el penalti que “falla” Stuani en Las Gaunas ante la @UDLogrones hasta ahora. Parece que el balón entra dentro de la portería por completo. ¿Cómo el línea no puede ver desde donde está que entra tan claramente? Me parece un fallo tremendo. @GironaFC pic.twitter.com/RJ2clczEVL
— Jaime San Martín (@JamesanmartinG) December 5, 2024
Athugasemdir