Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 06. janúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Drinkwater á leið í tyrkneska boltann
Danny Drinkwater, miðjumaður Chelsea, er á leið til tyrkneska félagsins Kasimpasa á láni.

Drinkwater mætir til Tyrklands í dag til að fara í læknisskoðun og ganga frá félagaskiptunum.

Hinn þrítugi Drinkwater varð enskur meistari með Leicester árið 2016 en Chelsea keypti hann ári síðar.

Á síðasta tímabili fór Drinkwater bæði til Burnley og Aston Villa á láni en hann spilaði lítið hjá báðum liðum.
Athugasemdir
banner