Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Tileinkað Colin Bell og hans fjölskyldu
Guardiola kátur með sigurinn á Old Trafford.
Guardiola kátur með sigurinn á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
„Þessi sigur er tileinkaður Colin Bell og fjölskyldu hans," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir sigur á Manchester United í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Bell, sem lék með Manchester City lengi vel, lést í gær. Guardiola mætti í bol með nafni hans á í viðtal eftir leik.

City er á leið í sinn fjórða deildabikarúrslitaleik í röð, en liðið hefur unnið keppnina þrisvar sinnum í röð.

„Það er ótrúlegur sigur fyrir okkur að vinna United á útivelli og þetta var fyrir hann (Ball). Þetta var mögnuð frammistaða. Við slökuðum aðeins á í seinni hálfleiknum, en liðið var þreytt eftir leikinn á Stamford Bridge. Þegar liðið sýnir svona hugarfar þá getum við gert ótrúlega hluti."

„Þetta er ekki Meistaradeildin en við erum að fara í úrslit í fjórða sinn í röð. Ég er ánægður með það."

City hefur núna unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Guardiola er ánægður með þann stað sem liðið er komið á. Úrslitaleikurinn, sem er við Tottenham, fer fram í apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner