Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg valin Grindvíkingur ársins
Ingibjörg átti mjög gott ár.
Ingibjörg átti mjög gott ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir var valin Grindvíkingur ársins 2020.

Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga í Noregi frá Djurgården í Svíþjóð snemma á árinu 2020. Hún varð deildar- og bikarmeistari með Vålerenga. Ingibjörg fór fyrir sínu liði og var valin besti leikmaður norsku deildarinnar. Hún hjálpaði þá Vålerenga að komast í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Bröndby.

Ingibjörg er uppalin í Grindavík en hún lék einnig með Breiðablik áður en hún fór í atvinnumennsku.

Fram kemur á heimasíðu Grindavíkurbæ að fjöldi ábendinga hafi borist en flestar hafi þær verið tileinkaðar landsliðsmiðverðinum. Í greininni má lesa nokkrar flottar umsagnir um Ingibjörgu.

„Tilgangurinn með nafnbótinni Grindvíkingur ársins er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt," segir á vefsíðu bæjarfélagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner